Bílkranar

Liebherr LTC 1045-3.1

Þessi krani kom til okkar í október 2017 og hefur einnig reynst afar vel.  Hann er aðeins nettari en hinn kraninn og þegar bóman er alveg sett niður er kraninn ekki nema rétt rúmir 3m á hæð svo hægt er að keyra inn um flestar vöruhurðir.  Þá er hann einnig með þráðlausri fjarstýringu svo stjórnandi getur verið alveg upp við byrði sem hífð er.

Liebherr LTM 1045-3.1

Þennan krana fengum við fyrir rúmum 3 árum og hefur verið afar farsæll í notkun.  Hann er þriggja öxla og vegur 36 tonn (12t á öxul).  Hann er með 34m bómu og 16m jibbframlengingu.

Þá eru báðir kranar með “heavy duty” jibb en það er 1,4m grindarframlenging sem sett er á bómuhausinn.  Hægt er að vera með vírspil eða fastan krók á jibbinu sem þ.a.l. minnkar krókhæð.

Köngulóarkranar

Unic URW-295

Hann er fyrsti smákraninn sem við fluttum inn til landsins og höfum verið að nota hvað lengst.  Hann er ekki nema 60cm á breidd í keyrslustöðu svo hann fer í gegnum allar venjulegar einfaldar hurðir.  Þegar unnið er innandyra er hann settur í samband við þriggja fasa rafmagn.  Afskaplega þægilegur krani sem er með 9m (krókhæð). Þá er ég með krana sem er með glussajibbframlengingu sem fer upp í 12m lyftihæð.

Unic URW-706

Stóri bróðir 295 kranans.  Í allt öðrum stærðarflokki og miklu öflugri en 295 kraninn.  Hífir 6t í 3m radíus og getur verið með allt að 22m bómu. Er 1,67m á breidd og 2,18 á hæð þannig hann ætti að komast gegnum tvöfalda hurð.  Kraninn hefur reynst ákaflega vel í þeim verkefnum sem hann hefur verið notaður í – helst í stöðvarhúsi nýju Búrfellsvirkjunar þar sem við höfum verið að vinna fyrir ÍAV Marti.  Þá höfum við unnið inni í loðnubræðslunni á Akranesi, inni í Perlunni við að hífa rusl af efstu hæð og þegar kísilverksmiðja USI var í startholunum.  Þar var kraninn í 3 mánuði á efstu hæð byggingarinnar.

JMG kranar

2,5t JMG MC60

Hann er annar tveggja ítalskra krana frá JMG en þeir keyra um með hlassið (pick and carry capability).  Þessi er 94cm á breidd og er afar hentugur í minni verkefni innandyra, glerísetningum og þegar toga/ýta þarf þungum tækjum með flutningaskautum sem við eigum.  Honum er stjórnað með þráðlausri fjarstýringu.

6t JMG MC60

Stærri bróðir 2,5t kranans og líkt með 706 krananum er hann í allt öðrum stærðar- og notkunarflokki en litli bróðir sinn.  Honum er einnig hægt að stýra með þráðlausri fjarstýringu en hann er einnig með keyrsluhúsi.  Báðir JMG kranarnir eru með sérstökum jibbframlengingum og vírspilum.  Báðir kranar eru afskaplega þægilegir til glerjunar þar sem þeir hafa mikla mýkt í glussakerfinu.

Annar búnaður

Kappel Sogskálar

Þá eigum við þrjár mismunandi gerðir glersogskála, samtals 9 stk.- þar af 4 glænýjar.  Þær eru frá 300kg lyftigetu upp í stærstu glersogskál til ísetninga á landinu – sem tekur 1.500kg.  Fjarstýring er á henni sem gerir manni kleyft að snúa (rotate) glerinu 360° og svo líka að halla glerinu úr 90°í 0°.  Ef skálin hefur ekki verið sett nákvæmlega á miðju er lítið mál að gera rúðuna algerlega lárétta með að snúa skálinni hægri/vinstri.  Hinum skálunum er einnig hægt að snúa og halla “manual”.

Aluex Herðatré og 2,5t Hýfibiti

Smákranar ehf. eru með umboð fyrir Aluex herðatré, en þau mynda einskonar X þegar þau eru notuð til hýfingar. Þannig togátakið í lóði miðað við byrðina veldur ekki þrýstingi á byrðina sem gæti valdið skemmdum.

Einnig erum við með sérstakan hífibita sem við eigum og höfum notað til ýmissa hífinga.  Hann er notaður til að hífa hluti inn undir skyggni og þess háttar “hindranir”.  Færanlegt andvægi er á honum sem stjóranð er með þráðlausri fjarstýringu þannig að heysið og bitinn eru alltaf í jafnvægi.  Hann er með allt að 2,5t lyftigetu í 1,5m innundir skyggni og 700kg í 3m innundir skyggni/hæð.

Skautar og tjakkar

Skautar sem notaðir eru við tilfærslu tækja eða véla. Erum með 360° skauta sem geta farið í hvaða átt.

Einnig eru við með tjakka, sem notaðir eru samhliða þessara skauta. Tjakkarnir eru til þess að lyfta vélunum upp svo hægt sé að koma skautum undir og færa tækin.