Ýmis glerísetningarverkefni
Smákranar eiga nokkrar glersogskálar sem eru ætlaðar fyrir ísetningar á stærri rúðum – eða rúðum sem ómögulegt er að taka á höndum. Starfsmenn fyrirtækisins hafa sett í og eða skipt um yfir 5.000 gler víðsvegar um suðvesturhornið, í Kringlunni og Smáralind. Meðal annars á fyrirtækið stærstu glersogskál á landinu sem getur tekið allt að 1.500kg þung gler.